Bruce Willis og reyfarahöfundurinn víðfrægi Elmore Leonard eru nú að vinna saman að því að koma sögu þess síðarnefnda er nefnist Tenkiller upp á hvíta tjaldið. Tenkiller fjallar um ródeóstjörnu eina sem yfirgefur smábæ sinn og fer að vinna sem áhættuleikari í Hollywood. Þegar hann snýr aftur, kemst hann að því að þrjótar hafa yfirtekið býlið hans, og ákveður hann í framhaldi af því að hreinsa til í bænum á þann hátt sem honum einum er lagið. Elmore skrifaði söguna með Willis í huga, og mun Willis þróa verkefnið og væntanlega leika aðalhlutverkið ef allt fer að óskum.

