Nýju Batman VS. Superman myndinni sem Wolfgang Petersen ætlaði að skila af sér fyrir sumarið 2004, hefur nú verið frestað. Aðalleikarar voru fundnir, og allt var nokkurnveginn til reiðu, þegar Petersen ákvað að gera stórmynd sína Troy fyrir Warner Bros. fyrst. Hún verður byggð á Illiad eftir Hómer, og ætlar Petersen að reyna að skila henni af sér einmitt sumarið 2004. Það verður því í fyrsta lagi þá sem hann mun geta hafið vinnu við Batman VS. Superman, og megum við þá eiga von á henni líklega sumarið 2006. Ce la vie.

