Eftir velgengni veruleikaþáttanna á MTV um Osbourne fjölskylduna, með Ozzy sjálfan í broddi fylkingar, hefur myndast mikill áhugi á fjölskyldunni. Dóttur Ozzy, Kelly Osbourne, hefur nú verið boðið hlutverk í endugerðinni af Freaky Friday, sem skartar Lindsey Lohan og Annette Bening í aðalhlutverkum. Myndi Kelly þá leika bestu vinkonu Lindsey, en persóna Lindsey lendir í óhappi að skiptast á líkama við móður sína rétt fyrir brúðkaup þeirrar síðarnefndu.

