NÝJUNG!! Sýnishorn á kvikmyndir.is

Við erum nýfarnir að hýsa sýnishorn (eða trailera) hérna á kvikmyndir.is sem þýðir að í framtíðinni mun vera hægt að skoða sýnishorn úr nýjustu myndunum án þess að yfirgefa vefinn auk þess sem fljótlegra er í flestum tilfellum að sækja þá til okkar heldur en vestur um haf. Þegar eru komnin upp sýnishorn úr öllum stærstu sumarmyndunum og fleiri eru væntanleg. Fleiri nýjungar eru væntanlegar fljótlega, fylgist með!