Nýr leikstjóri ákveðinn fyrir Exorcist 4

Eftir að leikstjórinn John Frankenheimer lést nú á dögunum, og skildi þar með eftir skarð í framleiðslu fjórðu Exorcist myndarinnar, hafa framleiðendur leitað ljósum logum að arftaka hans. Orðrómur hefur gengið um að tónlistarmyndbandaleikstjóri einn hefði verið ráðinn, en nú hefur sannleikurinn loksins komið í ljós. Fenginn hefur verið Paul Schrader ( American Gigolo ) til þess að leikstýra myndinni, og hefur einnig tekist að halda í þá leikara sem ráðnir höfðu verið í myndina. Aðalhlutverk í myndinni eru í höndum þeirra Liam Neeson, Gabriel Mann og Billy Crawford. Ef allt gengur að óskum hefjast tökur seint í haust á Spáni.