Leikstjórinn Tony Scott, bróðir Ridley Scott, mun leikstýra Robert De Niro í hinum æsispennandi trylli Man On Fire. Í myndinni mun De Niro leika lífvörð einn sem ráðinn er til þess að gæta ungrar stúlku. Þegar henni er fyrst rænt og hún síðan myrt, þá lofar hann blóðhefnd og sver við líf móður sinnar að morðinginn muni fá að gjalda óhæfunnar með lífi sínu og limum. Handrit myndarinnar er skrifað af Brian Helgeland, og munu tökur á henni fara fram á næsta ári á Ítalíu.

