Endurgera á hina sígildu Guess Who´s Coming To Dinner frá árinu 1967. Í henni lék Sidney Poitier svartan mann sem var með hvítri konu. Allt verður síðan vitlaust þegar hann fer með henni í heimsókn heim til foreldra hennar, en hún var ekki búin að láta þau vita um húðlit kærasta síns. Í þessar nýju endurgerð verður dæminu snúið við. Bernie Mac mun leika svartan föður, sem verður reiður og ringlaður þegar dóttir hans kemur heim með hvítan kærasta sinn. Columbia kvikmyndaverið framleiðir myndina.

