Óbeint framhald af Dirty Dancing

Miramax og Artisan framleiðslufyrirtækin hafa tekið höndum saman við það að skapa óbeint framhald af smellinum Dirty Dancing, sem tryllti landslýð á níunda áratug síðustu aldar. Leikstjórinn Guy Ferland hefur verið ráðinn til þess að leikstýra myndinni, sem ber heitið Havana Nights. Þó engir samningar hafi enn verið undirritaðir, þá vilja framleiðendur sjá þau Natalie Portman og smjörtarfinn Ricky Martin í aðalhlutverkum. Myndin á að gerast árið 1959 í Havana á Kúbu, þar sem ung stúlka fellur fyrir töfrum og hæfileikum dansara eins á staðnum.