Weisz í tveimur nýjum

Leikkonan skemmtilega Rachel Weisz ( About a Boy ) hefur náð sér í hlutverk í tveimur nýjum myndum. Sú fyrri er kvikmyndin Envy, þar sem þeir félagar Ben Stiller og Jack Black munu fara með aðalhlutverk, og leikur hún eiginkonu Stillers. Síðari myndin er The Runaway Jury, þar sem John Cusack , Dustin Hoffman og Gene Hackman fara með aðalhlutverk. Í henni leikur hún kærustu Cusacks, en hann situr fyrir kviðdómi í máli gegn byssuframleiðendum.