A.I tilbúin

Nýjasta mynd Steven Spielberg, Artificial Intelligence eða A.I er nú tilbúin. Hún átti að vera síðasta mynd Stanley Kubrick heitins en hann lést áður en tökur gátu hafist. Gerist myndin í framtíðinni þar sem lítill drengur/vélmenni, leikinn af Haley Joel Osment er kastað út úr foreldrahúsum því þau gátu eignast barn sjálf. Tækninni hefur nefnilega fleygt svo fram að varla er hægt að sjá mun á vélmennum og mönnum, en vélmennin hafa engan rétt þó þau hafi tilfinningar. Búið er að halda fréttamannasýningu á myndinni og virðast flestir á þeirri skoðun að þetta gæti verið besta mynd sem Spielberg hefur gert, enda hafi hann gert hana eins og Kubrick hefði viljað. Hugsanlega eina mynd sumarins sem gæti skilið eitthvað eftir sig.