Geimverurnar eru að koma!

Warner Bros. kvikmyndaverið er að undirbúa nýjan þríleik kvikmynda byggðum á bókum eftir vísindaskáldsagnahöfundinn Greg Bear. Sú fyrsta heitir The Forge Of God, og fjallar um það hvernig maðurinn fer út í geiminn með því hugarfari að finna líf á öðrum hnöttum. Það kemur síðan í ljós að það voru mistök, enda koma geimverurnar til jarðarinnar og leggja allt í rúst. Í bók/mynd númer tvö, fara hinir fáu eftirlifandi jarðarbúar út í geiminn til þess að leita sér að hefnd gegn geimverunum. Enginn veit síðan hvernig sögunni lýkur, enda hefur Bear ekki einu sinni skrifað bókina ennþá. Handritshöfundurinn Ken Nolan ( Black Hawk Down ) hefur verið fenginn til þess að skrifa handritið að fyrstu myndinni, en hann skrifaði einmitt 70 blaðsíðna útdrátt úr fyrstu bókinni sem fékk Warner Bros. með í dæmið.