Leikkonan fagra Monica Bellucci er hætt við að leika í kvikmyndinni The League Of Extraordinary Gentlemen. Myndin, gerð eftir myndasögu Alan Moore, fjallar um ýmsar víðfrægar bókmenntapersónur Viktoríutímans og hvernig þær berjast við glæpi og illsku heimsins. Sean Connery leikur Allan Quatermain, og meðal annarra persóna má nefna Dorian Gray, Dr. Henry Jekyll, Captain Nemo, Thomas Sawyer og fleiri. Bellucci átti að leika Mina Harker, sú sem varð svo illilega fyrir barðinu á Drakúla greifa, en hefur hætt við þátttöku af persónulegum ástæðum. Þær sem koma helst til greina í staðinn fyrir hana eru Milla Jovovich eða Saffron Burroughs. Tökur hefjast eftir um það bil tvær vikur, þannig að ákvörðunar má vænta á næstu dögum.

