Fyrsta plakatið fyrir næstu Harry Potter

Búið er að gefa út fyrsta plakatið fyrir næstu Harry Potter mynd sem nefnist Harry Potter And The Chamber Of Secrets. Plakatið hefur líklega enga meiningu fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina, og það er í raun ósköp látlaust. Hér er það allavega og menn geta myndað sér eigin skoðun.