Leynisnilldin The Stepford Wives hefur nú lent í klónum á endurgerðarvél Hollywood. Yoda sjálfur, leikstjórinn Frank Oz, ætlar að leikstýra endurgerðinni og er búinn að fá handritshöfundinn Paul Rudnick ( In & Out ) til þess að skrifa handritið að myndinni. Sagan sjálf, byggð á samnefndri skáldsögu, fjallar um það hvernig eiginkona ein í bænum Stepford kemst að því að hinum eiginkonunum í bænum hefur verið skipt út fyrir eins útlítandi vélmenni sem eru mun hlýðnari og auðveldari í umgengni en fyrirmyndirnar. Hún kemst einnig að því að hún er næst í röðinni og brátt á vélmenni að taka hennar stað á heimilinu. En mun hún láta bjóða sér það?

