Gamanleikarinn smávaxni, David Spade, hefur ákveðið að taka að sér aðalhlutverkið í gamanmyndinni Dickie Roberts: Former Child Star. Myndin verður semsagt framleidd af Adam Sandler, og í henni leikur Spade fyrrverandi barnastjörnu sem ræður hóp af leikurum til þess að þykjast vera foreldrar sínir og systkini. Með því vonast hann til þess að ná glataðri bernsku sinni til baka.

