Málaferli eru hafin á báða bóga eftir að leikstjóri myndarinnar, Tarsem Singh ( The Cell ) gekk út. Warner Bros. kvikmyndaverið er komið í mál við hann fyrir að hafa svikið undirritaða samninga, og Tarsem er kominn í mál við Warner Bros. fyrir að hafa svikið gefin loforð um listrænt frelsi. Hann vill meina að sín réttindi, sem samtök leikstjóra í Bandaríkjunum hafa knúið fram, hafi verið illilega brotin og því hafi hann hætt við leikstjórn myndarinnar. Hann gekk út í janúar, og nú er að sjá hvernig þessi málaferli fara. Það lítur að minnsta kosti ekki út fyrir að Constantine mynd verði gerð í bráð, og má segja að Nicholas Cage sé hálfgert eitur fyrir myndir gerðar eftir myndasögum. Fyrst var það Ghost Rider, nú Constantine, en hann átti að fara með aðalhlutverkið. Hlustið nú í Hollywood, ekki ráða Cage í SpiderMan 2, hvað sem þið gerið!!!

