Önnur endurgerð af mynd eftir Nakata?

Dreamworks kvikmyndaverið er að endurgera hina magnþrungnu og ólýsanlegu japönsku hryllingsmynd Ringu yfir í hina bandarísku The Ring, en hún verður frumsýnd vestra í haust. Ringu var gerð af Hideo Nakata, og nú ætlar Dreamworks að endurgera aðra mynd eftir hann. Heitir hún Kaosu sem útleggst á ensku sem Chaos. Robert De Niro mun að öllum líkindum framleiða myndina, og jafnvel leika aðalhlutverkið í myndinni, og vonast er til að Benicio Del Toro muni leika hitt aðalhlutverk myndarinnar. Del Toro myndi leika flæking einn, sem ráðinn er til þess að ræna konu ríks kaupsýslumanns sem De Niro myndi leika. Þegar flækingurinn fer og sækir lausnargjaldið, kemst hann að því þegar hann kemur til baka að konan er dáin á dularfullan hátt. Nú er hans eigið líf í hættu!! Dreamworks er að versla í Hollywood eftir leikstjóra og handritshöfundi en hvorki De Niro né Del Toro munu ákveða sig fyrr en þeir fá handrit. Í millitíðinni er öllum ráðlagt að fara og sjá Ringu eftir Hideo Nakata, því það er magnaður fjandi.