Hawaii 5-0

Í Bandaríkjunum voru í gangi sjónvarpsþættir sem hétu Hawaii Five-0. Þeir voru mjög vinsælir á sínum tíma og því var aðeins tímaspursmál hvenær einhver myndi vilja gera þá að kvikmynd. Nú hefur kvikmyndaverið Dreamworks keypt réttinn og hafa þeir fengið til liðs við sig handritshöfundinn Roger Towne ( The Natural , The Farm ) til þess að skrifa handritið að myndinni. Þættirnir fjölluðu um Jack Lord, yfirmann sérstakrar deildar innan lögreglunnar á Hawaii sem hafði það verkefni með höndum að koma upp um skipulagða glæpi. Aðalandstæðingur hans var hinn illi kínverski njósnari Wo Fat og mun hann að öllum líkindum snúa aftur í kvikmyndinni. Hvorki hefur leikstjóri né leikarar verið ráðnir.