hvenær Knight Rider: The Movie, liti dagsins ljós. Næstum því allir lélegir sjónvarpsþættir frá 7. og 8. áratugnum hafa hlotið endurnýjun lífdaga í misgóðum kvikmyndum á undanförnum árum, og nú er komið að David Hasselhoff og sportbílnum hans. Revolution Studios, sem eru á bak við XXX myndina með Vin Diesel sem kemur næsta sumar, hafa skrifað undir samning um gerð Knight Rider kvikmyndar, þar sem David Hasselhoff framleiðir og kemur fram í aukahlutverki. Glen Larson, maðurinn sem skapaði Knight Rider á sínum tíma mun skrifa handritið og það verður ábyggilega frábært! Þá vantar bara kvikmynd um Airwolf, þyrluna fræknu.

