Hinn frábæri grínari Eddie Murphy á mun betra skilið en það sem nú stendur til. Hann á nefnilega í viðræðum við Disney um að leika aðalhlutverkið í mynd, byggðri á einu af skemmtiatriðum þeirra í Disneyworld sem nefnist Haunted Mansion. Rob Minkoff ( Stuart Little ) á einnig í viðræðum við Disney og þá um að leikstýra myndinni, sem fjallar um fjölskylduföður sem kemst að því að fjölskyldan hans er mikilvægari en vinnan, þökk sé nokkrum draugum í draugahúsi einu???. Disney er með fleiri myndir í undirbúningi byggðar á skemmtiatriðum í Disneyworld, þ.á.m. Country Bears og The Pirates Of The Carribean. Guð sé oss næstur.

