Í gær sendi Lucasfilm frá sér síðasta sýnishornið úr Star Wars: Attack of the Clones sem soltnir Star Wars aðdáendur fá augum að líta áður en myndin verður frumsýnd 17. maí. Þetta sýnishorn er lengri en þau sem áður hafa komið og sýnir fjölmörg ný atriði úr myndinni ásamt því að varpa örlitlu ljósi á söguþráðinn. Að sjálfsögðu er hægt að skoða sýnishornið hér á Kvikmyndir.is.

