Nú þýðir ekki að vera feiminn. Endilega deilið með okkur á kommentsvæðinu hvað þið horfðuð á í vikunni, alveg sama hversu niðurlægjandi titillinn er. Bara partur af hobbýinu. Ekki svo gleyma einkunn.
Eins og venjulega, þá tekur undirritaður frumkvæðið.
Mín kvikmyndavika leit svona út (engin spes röð):
Trick r Treat – 7/10
Mátulega sjúk og almennt mjög creepy mynd. Virkar samt meira eins og runa af stuttmyndum frekar en bíómynd.
A Perfect Getaway – 7/10
Rólegur (en alls ekki leiðinlegur) fyrri hluti en stórskemmtilegur lokasprettur sem bjargar allri myndinni.
Tron (ég varð!) 5/10
Fínt nostalgíuáhorf, en myndin er agalegt miðjumoð.
Brothers – 6/10
Frábærlega leikin sápuópera.
Loftkastalinn sem Hrundi (2. áhorf) – 6/10
Finnst óþægilegt hvað seinni hlutinn er hægur og líflaus á meðan sá fyrri er helvíti góður.
Shutter Island (2. áhorf) – 8/10
Frábær sálfræðiþriller sem hélt mér við efnið frá byrjun til enda, og áhorf nr. 2 gefur myndinni alveg glænýja vídd. Stíllinn er stórkostlegur og draumasenurnar einhverjar þær drungalegustu sem ég hef lengi séð.
Casino – 9/10
Næææææstum því jafn góð og Goodfellas. Munar svo litlu. Elska þessa mynd.
The Big Bus – 6/10
Pikkaði þessa steypu upp á leigunni (ef ég segi hvaða leiga það er, þá er það plögg). Skemmtilegt „spoof“ á gamlar stórslysamyndir sem fjallar um stærstu rútu í heimi sem gengur á kjarnorku. Fínt concept. Myndin mætti vera fyndnari samt.
El Mariachi – 7/10
Hef margoft horft á þessa enda rosalega töff „amatör“ mynd. Rodriguez hefur sjaldan feilað á afþreyingargildinu (allavega í R-rated mynd)
Sá líka Alice in Wonderland og Green Zone. Má því miður ekkert segja um þær strax 🙁