Um daginn var haldin prufusýning á myndinni Crossroads, en hún markar frumraun Britney Spears í kvikmynd. Ekki gekk betur til en svo að áhorfendur kvörtuðu sáran yfir því að að myndin væri of langdregin (lengdin var 105 mínútur) ásamt því sem það fór víst fyrir brjóstið á mörgum hversu opinská mörg atriði voru, sérstaklega nokkur atriði þar sem Britney kemur fram fáklædd. Í framhaldi af þessu er stefnt að því að stytta myndina og taka áðurnefnd atriði upp aftur þar sem Britney er betur klædd. Ekki er víst að síðarnefnda aðgerðin verði vinsæl hjá karlmönnum hvarvetna…

