Douglas fjölskyldan saman í mynd

Forna brýnið Kirk Douglas, sonur hans, gamla brýnið Michael Douglas, unga brýnið, sonur Michaels, sem heitir Cameron Douglas, en ekki klikkaða brýnið, bróðirinn Eric Douglas, munu leika saman í kvikmyndinni Smack In The Puss (hljómar eins og léleg klámmynd). Myndinni er lýst sem kolsvartri gamanmynd um þrjár kynslóðir fjölskyldu einnar sem býr í New York og tilraunir þeirra til að sættast. Handritið er skrifað af Jesse Wigutow, sem skrifaði einnig handritið að Seared, sem er væntanleg kvikmynd David Fincher/Brad Pitt. Fred Schepisi (Six Degrees of Separation) á nú í samningaviðræðum um að leikstýra myndinni.