Aldraður eiginmaður Catherine Zeta-Jones , Michael Douglas er að fara að leika aðalhlutverkið í, og framleiða The Ride Down Mount Morgan sem byggð er á leikriti eftir Arthur Miller. Það fjallar um ótrúan tryggingasölumann sem lendir í bílslysi og lendir í dauðadái. Þegar hann rankar við sér blasa við honum tvær eiginkonur hans og vegna þess að hann man ekki kringumstæðurnar fyrir slysið, þá neyðist hann til þess að kljást við hið tvöfalda líf sem hann lifði áður. Ótrúlegt en satt, þá hefur ungur maður að nafni Jesse Wigutow verið fenginn til þess að vinna svo þungt efni í handrit, og það fyrir þungaviktarleikarann Douglas, en þetta verður hans fyrsta handrit í fullri lengd. Mikil pressa á þeim dreng.

