Smárabíó opnar í dag

Í dag opnar Smárabíó, sem er án efa eitt glæsilegasta kvikmyndahús sem er að finna hér á landi. Staðsetning þess er í verslunarmiðstöðinni Smáralind sem opnar einnig í dag. Við hjá Kvikmyndir.is óskum Skífunni til hamingju með þetta og munum að sjálfsögðu birta sýningartíma fyrir þetta nýja kvikmyndahús á vefnum hjá okkur. Heimasíða Smárabíós er www.smarabio.is.