Nýlega greindi fréttavefurinn Dark Horizons frá því að fyrsti trailer myndarinnar um Köngulóarmanninn, undir leikstjórn Sam Raimi, yrði sýndur á undan Final Fantasy þegar hún verður frumsýnd og að plaköt myndarinnar yrðu sett upp á sama tíma. Búist er við fyrstu leikföngunum í febrúar og vinna er þegar hafin á DVD disknum, en við honum er búist ytra í kringum þakkargjörðarhátíð/jól 2002.

