Borðtennisleikarinn Marty Supreme í samnefndri kvikmynd fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi, en tekjurnar námu tæpum fimm milljónum íslenskra króna. Toppmynd undanfarinna vikna, The Housemaid, datt niður í annað sætið.

Í þriðja sæti er svo Svampur Sveinsson og vinir hans.
Nýju myndirnar Mercy og Hamnet fóru rakleiðis í níunda og tíunda sæti listans.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:







