Enn önnur Highlander myndin :(

Þrátt fyrir að flestir séu orðnir afskaplega þreyttir á Highlander seríunni, sem inniheldur aðeins eina góða mynd, ætla framleiðendur myndanna að halda áfram ferðinni ótrauðir. Er nú fimmta (og vonandi seinasta) myndin í undirbúningi og fer stórleikarinn Adrian Paul með aðalhlutverkið eins og í Highlander 4: Endgame. Ber þessi nýja mynd titilinn Highlander 5: The Source, og hefur gamla brýnið Christopher Lambert boðað komu sína í lítið hlutverk, þrátt fyrir að hafa látið lífið í seinustu mynd. Með önnur hlutverk fara Elizabeth Gracen, Paul Wingfield og Jim Byrnes. Þá er sóst eftir gæðaleikurum eins og Timothy Dalton ( A Licence To Kill ) og Roger Daltry í örhlutverk.