Minecraft söluhæst í forsölu

Miðasölufyrirtækið Fandango greinir frá því að væntanleg kvikmynd framleiðslufyrirtækjanna Warner Bros og Legendary Pictures, A Minecraft Movie, sé best selda myndin í forsölu fyrir árið 2025.

Kvikmyndin, sem frumsýnd verður 3. apríl hér á landi, er spáð yfir 60 milljónum dala í tekjur á frumsýningarhelginni.

Samkvæmt Fandango hefur myndin, sem skartar Jason Momoa, Jack Black og Danielle Brooks í helstu hlutverkum, farið fram úr myndum eins og Dog Man, Paddington in Peru og Snow White í forsölutölum.

Kvikmyndin, sem er byggð á geysivinsælum tölvuleik frá sænska töluleikjaframleiðandann Mojang Studios, raðast einnig meðal þriggja mest seldu tölvuleikjakvikmynda í forsölu í sögunni á Fandango á þessu stigi sölutímabilsins. Hún stendur við hlið stórmynda eins og The Super Mario Bros. Movie (146,3 milljónir dala á opnunarhelgi) og Five Nights at Freddy’s (80 milljónir dala).

Jared Hess leikstýrði A Minecraft Movie eftir handriti Chris Bowman, Hubbel Palmer, Neil Widener, Gavin James og Chris Galletta.

„Væntingar til A Minecraft Movie eru gríðarlega miklar meðal tölvuleikjaaðdáenda, fjölskyldna og annarra,“ segir Jerramy Hainline, framkvæmdastjóri hjá Fandango. „Með kvikmynd sem byggð er á mest selda tölvuleik allra tíma er engin furða að áhorfendur geti varla beðið eftir að sökkva sér í stóran, kassalaga heim myndarinnar á breiðtjaldinu.“

heimild: https://deadline.com/2025/03/a-minecraft-movie-advance-ticket-sales-1236353760/

Minecraft: The Movie (2025)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Velkomin í Minecraft heiminn þar sem sköpunargáfan hjálpar þér ekki aðeins að skapa, heldur er þér lífsnauðsynleg! Fjórar ólíkar persónur, Garrett "The Garbage Man" Garrison, Henry, Natalie og Dawn dragast skyndilega inn um dularfull hlið inn í Overworld: undarlegt ...