Vaiana 2 heldur stöðu sinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð en myndin hefur slegið í gegn um allan heim.
Wicked er einnig í óbreyttri stöðu frá því í síðustu viku í öðru sæti listans. Sömu sögu er að segja um Gladiator 2 í þriðja sætinu og Red One í því fjórða.
Nýja myndin á listanum, teiknimyndin The Lord of the Rings: The War of the Rohirrim fer beint í fimmta sæti listans og önnur ný mynd, Anora, er skammt á eftir í fimmta sætinu.
Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: