Vaiana 2 sló í gegn

Vinsælasta myndin á Íslandi og í Bandaríkjunum eftir sýningar helgarinnar er Vaiana 2 en 6.700 manns komu í bíó á Íslandi og tekjur voru 10,5 milljónir króna. 

Tekjur í Bandaríkjunum voru 140 milljónir dala, jafnvirði 19,5 milljarða króna. 

Önnur vinsælasta kvikmyndin á Íslandi er Wicked og Gladiator 2 fylgir í humátt á eftir. 

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: