Meira af Scream 4

Nýverið birtum við frétt varðandi fjórðu Scream myndina sem er kannski væntanleg, þ.e. ef hlutirnir ganga upp. Við vissum lítið meira en að þessi orðrómur væri í gangi, en nú erum við aðeins nær því að sjá púsluspilið klárast.

Nú vitum við að The Weinstein Company er að kíkja á handrit fyrir myndina og ræða ýmsar hugmyndir sín á milli, en það er ein manneskja sem er að halda afturaf hlutunum. Það er hún Neve Campbell sem lék svo eftirminnilega í fyrstu myndinni. Hún ku ekki vera búin að ákveða sig hvort hún vilji taka þátt í þeirri fjórðu og þangað til það kemst í ljós þá hafa þeir hjá Weinstein Company sett hlutina á bið.

Tengdar fréttir

15.7.2008    Scream 4 á leiðinni