Síðasta lotan í TDK getrauninni!

Á morgun, þann 21. júlí verður kvikmyndir.is með forsýningu á stærstu mynd sumarsins, The Dark Knight. Sýningin verður kl. 22:20.
Á undan sýningu verður boðið upp á ýmsan Batman-varning og heppnir gestir sem að mæta í búningum, svosem bolum eða öðru slíku, fá extra flottan bónus vinning.

Þessi sýning verður á sama tíma og Nexus forsýningin, nema við erum að gefa miða á okkar og er spurningin hvort þú verðir sá heppni til að hreppa tvo frímiða á sýninguna og eiga jafnvel séns á því að koma heim eftirá með fullar hendur af skemmtilegu dóti.

Hefst nú þriðja og síðasta lotan. Hún rennur út um hádegið á morgun (21. júlí).

Spurningarnar eru eftirfarandi:

1. Frá hvaða ári er Batman Begins?

2. Hver samdi tónlistina í Tim Burton myndunum (þar á meðal hið sígilda Batman-stef)?

3. Hvaða þekkta glæpamynd er sögð vera „fyrirmynd“ The Dark Knight samkvæmt Christopher Nolan?
(Myndin var gerð á síðasta áratugi og skartaði m.a. einum gömlum Batman-leikara)

Svör sendast á tommi@kvikmyndir.is.
Viðkomandi þarf að gefa upp nafn og kennitölu.

Ég mun hafa beint samband við vinningshafana í fyrramálið en hvet þá sem ekki ná miða til að fylgjast með áfram.

PS. Vinningshafar eru beðnir um að staðfesta komu sína í pósti. Ef það gerist ekki fyrir miðnætti í kvöld þá fá aðrir miðana þeirra.

Gangi ykkur vel!