Búið er að draga úr annarri getrauninni og er búið að senda póst á vinningshafa.
Það kom mér á óvart að það skuli hafa borist til mín enn fleiri póstar en seinast.
En þetta er þó ekki búið enn og er lokalotan eftir. Hún hefst á morgun.
Svörin voru annars þessi:
1. Hvað hafa margir menn leikið Batman í bíómyndum? (ath. sá allra elsti er tekinn með)
Þarna var ég eiginlega svolítið að prufa fólk og sjá hvað það myndi segja. Svarið er faktískt 5 (ath. Adam West var tekinn með), en það var heldur ekki vitlaust að nefna einnig Lewis Wilson. Vel af sér vikið fólk, fyrir að vita það! 🙂
2. Hver lék Two-Face í Batman Forever, árið 1995?
Tommy Lee Jones
3. Maggie Gyllenhaal leikur persónuna Rachel Dawes í The Dark Knight. Hver lék hana
í fyrri myndinni?
Katie Holmes
Fylgist með á morgun. Ath. Þið megið taka þátt eins oft og þið viljið.

