Kínverjar hafa gefið opinbert JÁ við sýningum á næstu mummy mynd, en hún ber nafnið The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor og verður frumsýnd á Íslandi í byrjun ágústmánaðar. Í fyrstu voru Kínverjar alls ekki sáttir við myndina, þar sem sum atriði voru talin brjóta lög og vildu láta klippa þau út.
Nú hefur Rob Cohen leikstjóri myndarinnar sagt að dreifingaraðili The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor hafði fengið grænt ljós á myndina í Kína áður en þessar vangaveltur brutust út. Kom í ljós að Variety hafði neitað að taka fréttina niður þrátt fyrir beiðnir um það frá Cohen.
Því er ljóst að myndin fær víðfeðma dreifingu í Kína og búast framleiðendur við miklum vinsældum, sérstaklega því að megnið af tökum myndarinnar fóru fram þar og landið tengist söguþræðinum að mestu.

