Frá Iron Man yfir í Holmes

Robert Downey Jr. hefur verið staðfestur í hlutverk Sherlock Holmes í væntanlegri bíómynd Guy Ritchie, sem heitir einfaldlega Sherlock Holmes (titillinn er talinn geta breyst með tímanum).

Um er að ræða nýstárlega útgáfu (framleidd af Warner Bros.) af þessari sígildu persónu Arthurs Conan Doyle. Aðstandendur hafa tekið það skýrt fram að titilkarakterinn verði ekki eins mikill „stífur breti“ og hann hefur vanalega virkað. Einnig verður þessi mynd meira ævintýralegri heldur en ráðgátur hans hafa farið fram hér áður fyrr.

En hér kemur hins vegar fléttan. Þessi mynd mun lenda í harðri samkeppni á móti annarri væntanlegri Sherlock Holmes mynd (sem Sony Pictures framleiðir), sem er með nelgdan Sacha Baron Cohen í aðalhlutverkinu, ásamt Will Ferrell.

Sagt er að Downey hafi nálgast verkefnið í gegnum eiginkonu sína, sem vinnur fyrir einn framleiðanda myndarinnar. En til gamans má geta að Robert Downey hefur einnig verið í viðræðum við það að leika Hugh Hefner í væntanlegri mynd um Playboy kónginn.

Áætlað er að gefa Guy Ritchie myndina út í október á næsta ári.