80 ára gamlar óséðar senur úr Metropolis finnast

Kvikmyndaunnendur eru í skýjunum í dag þar sem 80 ára gamlar áður óséðar senur úr þöglu myndinni Metropolis fundust á safni í Argentínu. Myndin var og er enn gríðarlega áhrifamikil, en hún var dýrasta kvikmynd sem gerð hafði verið á sínum tíma.

Margir sem hafa séð myndina eru í sífellu að spyrja sjálfa sig spurninga um hin og þessi mál sem eru óljós í myndinni, en svarið við mörgum af þessum spurningum má finna í þessum nýfundnu klippum. Ástæðan fyrir því að þær voru ekki í lokaútgáfu myndarinnar er að þær voru taldar of langar eða of grófar, en prufusýning sem innihélt senurnar gekk hryllilega illa.

Óljóst er hvort senurnar verða gerðar aðgengilegar almenningi.