stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, hlaut í vikunni þrenn verðlaun á fimmtándu
Capalbio Cinema International stuttmyndahátíðinni á Ítalíu.
Rúnar tók á móti
verðlaununum, en myndin hefur verið að sópa að sér verðlaunum á hverri
hátíðinni á fætur annarri undanfarið.
Verðlaunin voru:
Award
Sem veitt voru af dómnefnd ungs fólks
Best Creative Subject
ADCI-The Art Directors Club of Italy – Samtök listrænna stjórnenda á Ítalíu
veittu verðlaunin fyrir besta/frumlegasta listræna viðfangsefnið
The Nisida Award
Verðlaun sem valin eru af by ungu fólki í betrunarvist (Juvenile Prison )í Nisida in
Smáfuglar var
á dögunum á kvikmyndahátíðinni í Edinborg tilnefnd til verðlaunanna “Besta
evrópska stuttmyndin 2008” sem er mikið afrek og fyrir stuttu hlaut
verðlaunin á Cinema Jove Internacional Festival í
aðalverðlaunin á Alþjóðlegu Stuttmyndahátíðinni í St Pétursborg.
Smáfuglar eru
önnur mynd Rúnars í þríleik um ástina .
Sú fyrsta Síðasti Bærinn fór sigurför um heiminn
og vann hátt á þriðja tug alþjóðlegra verðlauna og var meðal annars tilnefnd
til Óskarsverðlauna 2006.
Smáfuglar eru
hinsvegar nýkomin frá
þar sem myndin var tilnefnd til Gullpálmans eftirsótta. Einnig liggur fyrir
Smáfuglum þáttaka á alþjóðlegum kvikmyndahátiðum í
Zik Zak kvikmyndir
framleiðendur Smáfugla standa nú í samningaviðræðum um myndina við bandaríska
dreifingaraðila og sjónvarpsstöðvar víðar um heim.
Jafnframt hafa
borist fyrirspurnir frá kvikmyndahátíðum um allan heim og eru aðstandendur
Smáfugla vissulega í skýjunum yfir þessum mikla áhuga.
Smáfuglar fjallar
um 14 ára drenginn Óla sem býr í sjávarþorpi úti á
landi og mikilvæg tímamót í lífi hans. Myndin spannar hálfan dag, daginn sem hann
tapar sakleysi æskunnar og verður að manni. Smáfuglar er lítil ástarsaga með
undirtón.
Leikstjórinn Rúnar
Rúnarsson stundar nám við hinn virta Danska Kvikmyndaskóla í Kaupmannahöfn.
Hann segir þetta um myndina:
“Þær persónur sem
heilla mig og enda gjarnan í sögum mínum eru fólk sem er statt á vendipunkti í
sínu lífi. Vegna ytri aðstæðna sem þær geta engan veginn stjórnað eða , og hafa
takmarkaða ábyrgð á stöðu sinni , en eru nauðbeygðar til að taka val.”
“Geng ég mikið upp
í lágstemmdum leikstíl og réttu leikara vali.Því var mikil vinna lögð í að
finna réttu leikarana fyrir myndina. Yfir hundrað unglingar komu í áheyrnaprufu
fyrir fjögur stærstu hlutverkinn í myndinni.”
Frumsaminn tónlist
var í höndum Kjartans Sveinssonar úr Sigurrós og hafði hann jafnframt umsjón
með annari tónlist í myndinni sem er öll Íslensk. Má þar nefna Bubba, SlowBlow
, Singapor Sling og Ham.
Upptökur fóru fram
síðasta sumar og stóðu yfir Verslunnarmannahelgina. Aðal tökurnar áttu sér stað
á gamla varnarliðssvæðinu og nágrenni þess. Með helstu hlutverk fara Atli Óskar Fjalarsson , Hera Hilmarsdóttir, Sigurður
Jakob Helgason og Þórunn Jakobsdóttir. Í öðrum hlutverkum bregður fyrir Gísla
Erni Garðarssyni, Víkingi Kristjánssyni og Ómari Swarez úr Quarashi.
Myndin er studd af Kvikmyndamiðstöð Íslands

