Fyrstu klippurnar úr X-Files: I Want to Believe

Fyrstu opinberu klippurnar/atriðin úr The X-Files: I Want to Believe, sem fjölmargir sci-fi aðdáendur eru orðnir gríðarlega spenntir fyrir, hafa litið dagsins ljós. Klippurnar eru væntanlegar á Kvikmyndir.is en þangað til þá mæli ég með því að þið ýtið á linkinn hér fyrir neðan og lítið á góðgætið.

Klippurnar má sjá hér.

Klippurnar eru tvær og önnur ansi gróf, þær heita „Hold the Line“ og „Through Dirty Glass“ og eru báðar um 2 mínútna atriði úr myndinni, sem er væntanleg 13.ágúst á Íslandi.

Hold the Line sýnir Father Joe (Billy Connolly) leiða rannsókn FBI í gegnum snjó og ís, en Through Dirty glass sýnir Scully skipandi Mulder að hætta að vera svona heltekinn af dauða systur sinnar.