Fyrir þá sem vita ekki hver Ricky Gervais er þá er hann maðurinn á bakvið (ásamt meistaranum Stephen Merchant!) þættina The Office og Extras. Flestir vita að Gervais er nú að leikstýra sinni fyrstu mynd sem ber nafnið This Side of the Truth og fjallar um mann sem byrjar að ljúga í heimi þar sem enginn annar lýgur.
Gervais hefur um stund bloggað um velgengni í sínu lífi og nú er komið að því að blogga um hvernig tökurnar á This Side of the Truth ganga fyrir sig. Ég mæli með því að aðdáendur hans lesið þetta blogg, það er ansi fyndið og með fullt af myndum sem voru teknar af leikurum myndarinnar, greinilega mikið stuð á vinnustaðnum.
Ég læt nokkrar vel valdar myndir af blogginu fylgja með







