YouTube styður sjálfstæða kvikmyndagerðarmenn

 YouTube hafa hrint af stað vefsvæði á heimasíðu sinni þar sem sjálfstæðir kvikmyndagerðarmenn geta sett myndirnar sínar og vonast eftir fjárhagslegum ágóða. Nú þegar er YouTube ansi vinsæll staður fyrir minni myndir sem og stuttmyndir.

4 myndir verða settar í sviðsljósið í viku hverri og eru allar umsóknir eru vel þegnar. Á meðal fyrstu 8 titlanna sem hafa þegar verið tilkynntir er m.a. stuttmyndin „Love and War“ leikin af brúðum eftir sænskan leikstjóra og „I Met the Walrus„, en hún fékk Óskarstilnefningu og fjallar um viðtal aðdáanda við John Lennon.

Á vefsvæðinu má sjá „Buy now“ takka, en þá er hægt að fjárfesta í hverri mynd á DVD eða sem stafrænt eintak. Þetta ferli fór í gang á miðvikudaginn og hefur nú þegar vakið lukku – ein mynd varð undir sviðsljósinu á þessu vefsvæði og varð í kjölfarið 5.mest niðurhalaða stuttmyndin á iTunes. Einnig hefur önnur mynd náð að landa sjónvarpssamningi og DVD-dreifingarsamningi og eru leikstjórar þessara mynda nú baðandi sig í peningum.

„Þeir sem hafa nú þegar notið góðs af þessu gerðu það með því að setja myndirnar sínar frítt á netið – í okkar augum er þetta framtíðin“, sagði Sara Pollack umsjónarmaður vefsvæðsins.

Heimasíða vefsvæðisins er http://www.youtube.com/ytscreeningroom og kynningarmyndband má sjá hér fyrir neðan: