Sony Pictures segir að næsta Ghostbusters kvikmynd, sem leikstýrt er af Jason Reitman, hafi fengið nafnið Ghostbusters: Afterlife. Kvikmyndin, sem er skrifuð af Reitman og Gil Kenan, og framleidd af leikstjóra upprunalegu Ghostbusters myndarinnar, Ivan Reitman, var þegar komin með frumsýningardag, sem er 10. júlí 2020.
Kvikmyndin fjallar um einstæða móður, sem Carrie Con leikur, og tvö börn hennar, sem flytja í lítinn bæ og byrja að uppgötva tengsl við upprunalegu draugabanana, og dularfullt lífshlaup afa síns.
Finn Wolfhard, Mckenna Grace og Paul Rudd fara einnig með hlutverk í kvikmyndinni, auk þess sem leikarar í upprunalegu kvikmyndunum taka þátt.
Meðframleiðendur eru Dan Aykroyd, Kenan, Jason Blumenfeld og Michael Beugg.
Hér fyrir neðan er plakatið sem birt var á netinu í dag: