Þeir rembast enn við að pota út framhaldsmyndum af semi-snilldinni Starship Troopers sem kom út árið 1997. Þriðja myndin fer að koma út og heitir hún Starship Troopers 3: Marauder, og er það Star Trek: Enterprise gellan Jolene Blalock sem slæst í lið með Rocco í þetta sinn.
Fyrstu myndirnar úr myndinni voru að líta dagsins ljós og eru hér beint fyrir neðan! (smelltu á þær fyrir betri upplausn)
Það þarf varla að nefna það að myndin kemur beint á DVD og mun því ekki sjást í bíósölum okkar. Hún hlýtur að detta inná Laugarásvídeo þegar hún kemur út.
Ahhh það er alveg yndislegur B-myndafnykur af þessu öllu saman…








