Fyrsta stikla og plakat er komið út fyrir nýja íslenska kvikmynd eftir leikstjórann Grím Hákonarson, Héraðið, sem frumsýnd verður 14. ágúst nk.
Eins og segir í opinberum söguþræði myndarinnar gerist Héraðið í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.
Helstu upplýsingar um myndina:
Leikstjóri: Grímur Hákonarson
Handrit: Grímur Hákonarson
Framleiðandi: Grímar Jónsson
Meðframleiðendur: Jacob Jarek, Ditte Milsted, Caroline Schluter, Sol Bondy, Jamila Wenske, Carole Scotta, Julie Billy
Aðalhlutverk: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Hannes Óli Ágústsson, Hinrik Ólafsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir
Stjórn kvikmyndatöku: Mart Taniel
Klipping: Kristján Loðmfjörð
Tónlist: Valgeir Sigurðsson
Hljóðhönnun: Björn Viktorsson, Frank Mølgaard Knudsen og Sylvester Holm
Leikmyndahönnun: Bjarni Massi Sigurbjörnsson
Búningahönnun: Margrét Einarsdóttir
Hár og förðun: Kristín Júlla Kristjánsdóttir
Framleiðslufyrirtæki: Netop Films (Íslandi)
Meðframleiðslufyrirtæki: Profile Pictures (Danmörku), Haut et Court (Frakklandi) og One Two Films (Þýskalandi)
Framleiðslulönd: Ísland, Danmörk, Frakkland og Þýskaland
Upptökutækni: HD Digital
Lengd: 90 mín.
Frumsýning: 14. ágúst 2019
Sölufyrirtæki: New Europe Film Sales
Dreifing á Íslandi: Sena
Kíktu á stikluna og plakatið hér fyrir neðan: