Strumparnir á hvíta tjaldið

Klassísku teiknimyndapersónurnar Strumparnir eru á leiðinni á hvíta tjaldið, og hafa Columbia og Sony náð réttinum að gerð myndarinnar. Það er ljóst að ákveðin kynslóð dýrkar þessar teiknimyndir og menn eru á sitthvorum skalanum hvað varðar um ágæti þessar hugmyndar.

Ljóst er að metnaðurinn er í fínu lagi hjá framleiðendunum, en þeir hafa fengið til sín David Stem og David Weiss til að skrifa handrit myndarinnar, en þeir hafa m.a. skrifað handritið að annarri og þriðju Shrek myndinni.

Myndin mun verða mikið gerð í CGI tölvuteiknuðum stíl en þó munu vera leikin atriði (live action) í henni einnig.

Strumparnir voru fyrst teiknaðir af Belganum Pierre Culliford (Peyo) árið 1958 og Hanna Barbera gerðu teiknimyndaþætti um þá sem hafa notið mikilla vinsælda, þar á meðal á Íslandi.