DreamWorks Pictures hafa ráðið mjög óþekktan handritshöfund til að klára handritið að ónefndri hasarmynd, sem mun skarta honum Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki, en handritshöfundurinn heitir Dan Mazeau.
Myndin mun vera hasarmynd og fjalla um hóp manna sem reyna að festa búsetu á tunglinu. Doug Liman mun leikstýra myndinni, en hann gerði floppaði smá með síðustu mynd sinni Jumper. Hann, ásamt John Hamburg (Along Came Polly) og Mark Bowden (Black Hawk Down skrifuðu upprunalega handritið, en Mazeau á víst að endurbæta það svo úr komi ásættanleg lokaútkoma.
Síðast vann Mazeu að handriti fyrir teiknimyndaþættina Johnny Quest, sem hafa sést í barnatímanum á Stöð 2 á síðustu árum.

