Teaser plakat fyrir myndina W

Teaser plakat fyrir næstu mynd Oliver Stone, mynd sem ber nafnið W, og fjallar um núverandi Bandaríkjaforsetann George W. Bush, hefur litið dagsins ljós. Plakatið er rosalega spes, en það leit dagsins ljós á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Plakatið sýnir „orðabókarskilgreiningu“ á stafnum W, en útskýringarnar á honum eru í raun setningar sem George W. Bush hefur látið út úr sér í gegnum tíðina.

Plakatið má sjá hér fyrir neðan

Leikarar í myndinni eru m.a. Thandie Newton sem Condoleezza Rice, Jeffrey Wright sem Colin
Powell,  Scott Glenn sem Donald Rumsfeld, og Ioan Gruffud semTony Blair.

Myndin kemur út í Bandaríkjunum í október, og á DVD þegar Bush lætur af störfum.