Warner Bros hafa tilkynnt að breska ljónið hennar Madonnu, Guy Ritchie hefur sest í leikstjórastól myndarinnar Sherlock Holmes. Ritchie segir einnig sjálfur að hann sé líka að endurvinna og pota aðeins í handrit myndarinnar, lagandi smáhnökra hér og þar.
Söguþráðurinn liggur enn undir feldi en staðfest hefur verið að myndin mun fjalla um Sherlock Holmes og sidekickið hans, Dr. John Watson. Sagt hefur verið að þessi Sherlock Holmes mun vera mun ævintýragjarnari og nýta hæfni sína í sverðfimi sem og þá staðreynd að hann sé góður í boxíþróttinni.
Warner Bros vonast eftir því að myndin komi út árið 2010

