Aumingja þið sem keyptuð Almost Famous

Allir þeir sem keyptu Almost Famous á DVD geta nú nagað sig í handarbökin. Leikstjóri myndarinnar, Cameron Crowe ( Jerry Maguire ) er nú að undirbúa nýja útgáfu á myndinni á DVD. Fyrst þegar myndin kom út fyrr á árinu, var lítið sem ekkert á disknum nema myndin sjálf. Þessi nýja útgáfa verður aftur á móti þrír diskar. Á fyrsta disknum verður ný leikstjóraútgáfa af myndinni, u.þ.b. 34 mínútum lengri. Á disk tvö, verður heill haugur af aukaefni sem aldrei hefur áður sést, og á þriðja disknum sem verður venjulegur geisladiskur, verða sex ný lög sem hljómsveitin í myndinni, Stillwater, flytur sjálf. Því má með sanni segja að þessi nýja útgáfa verði glæsileg, og einnig má segja að þetta sé bömmer fyrir þá sem þegar eru búnir að versla sér myndina.